Fyrir allra augum
Útgefandi: JPV 2016

Fyrir allra augum

Höfundur: Sverrir Norland

Ég hafði aldrei lent í svona heimspekilegum hugleiðingum í forleik að kynlífi og tautaði: „Öh, já,“ en reyndi að láta það hljóma eins og pælingu. Það eina sem komst að hjá mér var að toga niðrum hana þröngar gallabuxurnar; lærin á henni voru fjalladalir sem ég þráði að villast í.

Úlfur situr á Þjóðarbókhlöðunni þegar Dísa Eggerts vindur sér að honum með áleitna spurningu. Þetta markar upphafið á vandræðalegu en jafnframt sprenghlægilegu sambandi þar sem Úlfur fylgist heillaður með Dísu rísa til æðstu metorða í rapptónlistar- og bókmenntaheiminum á meðan allt gengur á afturfótunum hjá honum sjálfum.

Sverrir Norland vakti athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, Kvíðasnillingana, sem þótti bera með sér ferska vinda inn í íslenska skáldsagnagerð. Hér dregur hann upp ögrandi mynd af kynslóðinni sem lifir lífi sínu fyrir allra augum; afhjúpar sig á netinu, frelsar á sér geirvörturnar og finnur sig (eða finnur sig ekki) á Tinder.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 3 klukkustundir og 56 mínútur að lengd. Höfundur les.

Hér má hlusta á fyrsta kafla hljóðbókarinnar: