Þú ert hér://Fólkið í kjallaranum

Fólkið í kjallaranum

Höfundur: Auður Jónsdóttir

Fólkið í kjallaranum fjallar um Klöru sem ólst upp við frjálslyndi hippaforeldra og átti skrautlega æsku, en er nú í sambúð með ungum manni á uppleið. Ákveðin atvik verða til þess að hún gerir upp við hugsjónir foreldranna, jafnframt því sem hún tekst á við gildismat eigin kynslóðar. Um leið uppgötvar hún nýjar hliðar á sjálfri sér og eigin lífi.

Fólkið í kjallaranum er kraftmikil skáldsaga sem brýtur til mergjar ýmsar venjubundnar hugmyndir um lífið og tilveruna og knýr lesanda til afstöðu. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2004 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 290 2010 Verð 990 kr.
Rafbók - 2016 Verð 990 kr.

3 umsagnir um Fólkið í kjallaranum

 1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Fólkið í kjallaranum er margslungin skáldsaga sem greip mig svo fast og snerti mig svo sterkt að ég hreinlega táraðist á stundum.“
  Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is

 2. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Besta bók Auðar.“
  Jón Yngvi Jóhannsson / Kastljós

 3. Kristrún Heiða Hauksdóttir

  „Í fjörlegri frásögn sinni tekst Auði að draga einkenni þessa tvískinnungs upp á yfirborðið í texta sem er allt í senn; tragískur og fyndinn, umburðarlyndur og dómharður, hlýr og kaldranalegur … afar áhrifarík.“
  Fríða Björk Ingvarsdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *